Yfirlýsing vegna kvenna og stúlkna með ADHD

Aðilar ADHD Europe kalla eftir aukinni athygli varðandi stöðu þeirra ótal kvenna og stúlkna sem búa við ógreind einkenni, í Evrópu sem og um heim allan .

Við segjum óteljandi vegna þess hversu leynt birtingarmyndir ADHD geta farið meðal kvenna og stúlkna, ásamt ríkjandi skilningsleysi hvað aðstæður þeirra varðar, sem orsakar að margar eru annað hvort ógreindar eða ranggreindar. Afleiðingin er að stúlkum og ungum konum bíður framtíð fullvaxta konu sem býr við ýmsar áskoranir, mörgum hverjum sem nánar verður lýst í þessari yfirlýsingu.

Við hjá ADHD Europe bindum vonir við að Evrópa og heimurinn allur heyri ákall okkar og varpi þannig ljósi á þessar konur og stúlkur, sem fái með viðurkenningu og stuðning færi á að verða virkir þátttakendur í samfélaginu og hámarka möguleika sína. Í yfirlýsingunni má finna lýsingar á reynslu kvenna og stúlkna með ADHD ásamt þeirra er með þeim starfa, sem og vísindalegum gögnum. Jafnframt leggjum við fram leiðbeiningar og aðgerðaráætlun, sem bráðnauðsynlegar eru til að vinna á þessu vandamáli.

Auknar rannsóknir og innsýn fagaðila benda sterklega til að greiningarferli hjá stúlkum sé mun flóknara en drengjum. Að hluta til þar sem einkenni komi mögulega seinna fram hjá þeim og birtingarmyndir ADHD eru um margt öðruvísi hjá konum .

Í ofanálag er „hin þögla ADHD gerð“ talin mun algengari meðal stúlkna og kvenna en hjá drengjum og mönnum, jafnframt sem „þögla gerðin“ er iðulega misskilin meðal heilbrigðisstétta. Einstaklingar með þessa birtingarmynd sem ríkjandi einkenni eru ólíklegri til að fá greiningu og eins líklegt að sérfræðingar túlki einkennin sem lyndisröskun, kvíða eða aðrar skildar raskanir. Í raun virðist ADHD hjá konum fremur einkennast af innri vanlíðan,

t.d. kvíða og athyglisbresti en síður af ytri einkennum s.s. hegðunarerfiðleikum og árásargirni. En jafnvel þó stúlkur sýni síður merki um hvatvísi og ofvirkni í skólanum, hafa þær tilhneigingu til að eiga í innri baráttu og þannig geti hugsanir þeirra reynst mjög truflandi og valdið þeim innri usla og óróleika.

„Þú eltist stöðugt við skottið á sjálfri þér og reynir að hafa stjórn á óreiðunni í kringum þig, óreiðu í öllum þáttum lífs þíns, bæði innra með og út á við. Það getur reynst pirrandi (og skapað mikla streitu) – taka of mikið að sér og klára aldrei nokkurn skapaðan hlut, eða svo gott sem.“ (Karla, 43 ára)

Þetta má stundum sjá á hegðun barns sem stöðugt fiktar í hárinu, krotar á blað, er í þungum þönkum, týnt í dagdraumum og tekur ekki eftir mikilvægum félagslegum vísbendingum. Fyrir einstaklinginn eru athyglisbrestur og innri vandi allt eins erfið einkenni að glíma við þó út á við sé það öðrum síður til ama, s.s. kennurum. Fyrir vikið falla þessar konur oft milli skips og bryggju og berjast þögulli baráttu, oft aleinar.

ADHD hjá konum tengist einnig tilfinningasveiflum og geðrænum vandamálum. Þetta kann að eiga sér líffræðilegar skýringar, þar sem rannsóknir hafa sýnt að sveiflur í magni estrógens í heila geta haft mikil áhrif á stúlkur með ADHD einkenni, á og upp úr kynþroskaskeiði, og gert þær mun næmari gagnvart fyrirtíðarspennu og stríða við miklar og erfiðar skapsveiflur, geðdeyfð og/eða kvíða. Á uppvaxtarárum getur stúlkum því skort nauðsynlega færni til að takast á við vandamálin og um leið ljóst að margt sem hjálpaði á yngri árum gerir ekki gagn lengur. Fyrir vikið eru þær líklegar til að búa við skerta færni hvað varðar félagsleg samskipti, skóla og heimilislíf, en jafnöldrur sem ekki hafa ADHD.

„Ég upplifði svo miklar skapsveiflur að hvaða gagnrýni sem er gat snúið góðri líðan yfir í hugleiðingar um sjálfsmorð. Eftir misheppnað viðskiptatækifæri endaði ég á bráðageðdeild, fullviss þess að fjölskyldan og heimurinn allur væru betur sett án mín.“ (Michelle, 44 ára)

Á uppvaxtarárunum er getan til að viðhalda vinasamböndum skert / hindruð vegna almennrar gleymsku, þær mæta ekki á stefnumót, virðast áhugalausar um umræðuefni vinanna, virðast sjálfmiðaðar, sem gerir þeim erfitt fyrir að rækta vináttuna.

„Á meðan hugurinn flakkar um víðan völl, er afar þreytandi að finna sífellt fyrir að þú haldir ekki þræði í samræðum, nema kannski ef umræðuefnið er þess mun áhugaverðara.“ (Karla, 43 ára)

Stúlka með ógreint eða vanmeðhöndlað ADHD sem tekst á við unglingsárin og upphaf fullorðinsáranna mun nánast án undantekninga mæta fjölmörgum áskorunum sem leitt geta til annara raskana, t.d. átröskun (búlimía, anorexía) eða persónuleikaröskun. Í ofanálag er ýmis hegðun dæmigerð fyrir stúlkur í þessari stöðu, s.s. að sýna snemma kynferðislega virkni til að bæta eigin líðan, byggt á þeim misskilningi að öðrum líki þannig betur við sig og auki vinsældir – n.k. sjálfsmeðferð við lágu sjálfsmati. Oft á tíðum hvatvís hegðun sem leiðir til kynlífs án getnaðarvarna, hærri tíðni snemmbærra þungana/þungana á unglingsárum og kynsjúkdóma sem og reykingar sem viðkomandi ánetjast snemma á sínum skólaárum.

Ógreint ADHD leiðir þannig af sér fullorðna einstaklinga með ADHD sem eru líklegri til að upplifa skilnað, verða einstæðir foreldrar, lítt menntaðir, með skerta atvinnumöguleika eða atvinnulaus, þjást af svefnleysi, undir stöðugu álagi við að mæta kröfum samfélagsins í öllum þáttum daglegs lífs sem og styttri líflíkur miðað við þann hóp sem fær ADHD greiningu vegna aukinnar slysahættu. Jafnframt eru stúlkur með ógreint eða vanmeðhöndlað ADHD mun líklegri til að fyrirfara sér en þeirra jafningjar.

Ungar mæður í þessum hópi eiga enn erfiðara uppdráttar: „Þú forðast kvennahópa, ekki síst mæðrahópa sem þú líklega þarfnast mest, en tilhugsunin um þig í samanburði við hina skipulögðu móður eða móður sem nær sínum markmiðum, er svo íþyngjandi að frestun verður óhjákvæmilega að stóru vandamáli.“ (Karla, 43 ára)

Því er ljóst að málefni kvenna með ADHD, án greiningar og frekari stuðnings, leggja þungar byrðar á herðar einstaklingsins sem og samfélagsins alls, og af þeim sökum verði seint lögð of mikil áhersla á mikilvægi snemmbærra greininga og meðferðar fyrir þennan hóp.

Til að ná þessu markmiði þarf að auka skilning á vísbendingum um ADHD hjá konum og stúlkum meðal foreldra, kennara, heilbrigðisstarfsmanna sem og samfélagsins alls. ADHD greiningarferli fyrir stúlkur og konur þarf að taka mið af einkennasögu sem byggir á birtingarmyndum ADHD hjá stúlkum og konum. Umfram allt þó, einn og sér má góður námsárangur ekki útiloka greiningarferli, enda ADHD þekkt meðal yfirburðagreindra kvenna.

Æskilegar aðgerðir sem mælt er með

ADHD greiningarferli fyrir stúlkur er flóknara en almennt gerist og því nauðsyn að:

  • auka vísindalegar rannsóknir sem einblína á birtingarmyndir ADHD hjá konum og stúlkum (t.d. út frá klínískum forsendum);
  • kynjamiðaðir gátlistar til skimunar og greiningar á ADHD hjá stúlkum og konum;
  • greiningarferli sé til staðar sem metur ADHD hjá stúlkum og konum sem glíma við átraskanir, kvíða, geðdeyfð,

svefnvandamál, persónuleikaraskanir sem og misnotkun áfengis og fíkniefna.

Aukin þjálfun til handa foreldum, kennurum, starfsfólki skóla, barnalæknum, sem og geðlæknum og sálfræðingum með sérhæfingu varðandi börn, unglinga og fullorðna varðandi: 

  1. Vísbendingar um ADHD einkenni hjá stúlkum og konum;
  2. Fylgiraskanar sem iðulega eru fylgifiskur ADHD í stúlkum og konum;
  3. Hlutverk tilfinninga hvað þessa birtingarmynd ADHD varðar;
  4. Hvernig estrógen hefur áhrif á skapsveiflur hjá stúlkum með ADHD á kynþroskaskeiði;
  5. Algengi átraskana hjá stúlkum með ADHD einkenni
  6. Algengi kvíða og geðdeyfðar hjá stúlkum og konum með


Undirritað í október 2017 af

Andrea Bilbow OBE,

President ADHD-Europe AISBL, www.adhdeurope.eu

og ADHD Awareness Action Committee Members in 2017: 

  • Isabel Rubio (Fundacio ADANA, /Spain)
  • Ed. Joanne Norris (Education Chair: ADHD, ASC & LD Belgium)
  • Suzette Everling, (Treffpunkt ADHS, Luxembourg)
  • Ute Kögler (Juvemus, Germany)
  • Rose Kavanagh (INCADDS, Ireland)
  • Marie Enback (ADHD Mind and Mission AB, Sweden)

 Framlag

Dr Kate Carr-Fanning, varaformaður og meðlimur ADHD Europe’s Professional Advisory Board Dr Sandra Koojj, meðlimur ADHD Europe’s Professional Advisory Board

Karla, greind með ADHD á fullorðinsárum Michelle Beckett, greind 36 ára

og ADHD Women Project (2020) www.adhd-women.eu

Help raise awareness with us

Please share our website with family, friends, and colleagues to help us raise awareness and support women & girls. Here are some share buttons

Share this page direct on social media

Join us on ADHD Women Social Media 

Get involved with ADHD Europe?

Donate via Paypal, credit or debit card?

If you can afford it, donate to ADHD Europe – every euro makes a difference!

If you choose not to donate, please consider to share this page or the blog posts on our website with your family, friends, colleagues andwith your followers and help raise awareness. 

Your donation is greatly appreciated and will be used for our communication outreach programs (ADHD Europe Broadcasting, ADHD Advocacy, ADHD Women Project, Awareness activities in Europe events and much more…

ADHD Europe AISBL
Rue Washington 40, Brussels, 1050, Belgium
International not-for-profit association 0810.982.059
RPM ‘Greffe du Tribunal de Commerce de Bruxelles’
www.adhdeurope.eu